Börn, foreldrar, starfsfólk og aðrir sem láta sig hag barna varða geta ávallt haft samband við tengilið farsældar og viðrað smærri og stærri áhyggjur. Hlutverk tengiliðs er að finna hverja þá lausn eða aðstoð sem best hentar og koma málum í réttan farveg sem allra fyrst með farsælæd barnsins að leiðarljósi. Stundum dugar samtalið en í öðrum tilfellum þarf að koma málum í úrvinnslu innan skóla eða utan.

Dæmi um mál sem gott er að ræða við tengilið; fráfall í fjölskyldunni, breytingar í fjölskyldulífi, áföll, samskiptavandi barna, líðan í skólanum, námsárangur, andleg eða líkamleg heilsa. 

Hér er ekkert óviðkomandi og engin mál of smá og við hvetjum til samtals fyr en síðar.

Tengiliður Reykhólaskóla er Esther Ösp Valdimarsdóttir esther@reykholaskoli.is