Niðurstöður rannsókna sýna að stuðningur foreldra og þátttaka þeirra í skólastarfi skiptir miklu máli fyrir námsárangur barna og líðan. Velferð nemenda verður því best tryggð í góðu samstarfi foreldra og skóla.

Markmiðið með foreldrasamstarfi er að tryggja hagsmuni nemenda með upplýsingamiðlun og samráði foreldra og skóla. Það veitir nemandanum aukið öryggi að finna gagnkvæmt traust og virðingu milli hinna fullorðnu og samræmi í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum.

Mennta- og menningarmálanefnd 2022-2026

Í 6. gr grunnskólalaga er kveðið á um að í hverju sveitarfélagi skal í umboði sveitarstjórnar vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni. Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps er skólanefnd sveitarfélagsins og ber að starfa eftir lögum og reglum um skólanefndir. 

Líkt og fram kemur í 6. gr grunnskólalaga skulu skólastjórar, grunnskólakennarar og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils.

 • Árný Huld Haraldsdóttir – Formaður
 • Vilberg Þráinsson
 • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (til 19. sept. 2023)
 • Steinunn Rasmus (frá 19. sept. 2023)

Áheyrnarfulltrúar eru:

 • Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri.
 • Svanborg Guðbjörnsdóttir fh. kennara grunnskólans.
 • Íris Ósk Sigþórsdóttir fh. starfsmanna á leikskóla
 • Sandra Rún Björnsdóttir fh. foreldrafélagsins 

Erindisbréf mennta og menningarmálanefnd Reykhólahrepps er hægt að nálgast í PDF skjali á þessari síðu á þessari síðu.

Foreldrafélag

Í stjórn foreldrafélagsins eru:  

 • Embla Bachmann, formaður
 • Hafrós Huld Einarsdóttir
 • Sigríður Ísleifsdóttir