Tómstunda og íþróttastarf í Reykhólahreppi er starfrækt allt árið. Tómstunda og íþróttastarf er unnið í samstarfi milli félagsmiðstöðvarinnar Skrefið, ungmennafélagið Aftureldingu og hestamannafélagið Glað. Á veturna er það að hluta til í samstarfi við skólann . Tómstundastarf heyrir undir tómstundafulltrúa sveitarfélagsins sem er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, johanna@reykholar.is

Öllum helstu upplýsingum um Tómstunda og íþróttastarf í Reykhólahreppi er miðlað á facebook síðu sem tómstundafulltrúi heldur úti.

Opnanir

Opnanir félagsmiðstöðvarinnar verða tvisvar í viku og horft verður á samfelldan dag barnsins svo ekki komi bil í dagskrá barnsins. Íþróttaæfingar verða innan félagsmiðstöðva starfsins.

Yngsta stig: Yngsta stig er í frístund tvisvar í viku. Á þriðjudögum og fimmtudögum er frístund eftir hádegi þar til skólabílar fara heim. Innan dagskrár eru íþróttaæfingar, bogfimi og íþróttagrunnur.

Miðstig: Miðstigið er í tómstundastarfi og á íþróttaæfingum tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Á þriðjudögum frá því skóla lýkur og til klukkan 17:30 og á fimmtudögum frá 14:05-17:00 aðra hvora viku en til klukkan 20:00 í samstarfsvikum.

Unglingastig: Unglingastig er með opið í félagsmiðstöðinni tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 17:00-19:00 á þriðjudögum og frá klukkan 17:00-20:00 á fimmtudögum. Íþróttastarf fer fram áður en félagsmiðstöðvaropnun hefst.

Miðstig og unglingastig eru með aðstöðu í félagsmiðstöðinni. Innan þeirra dagskrá eru vikulegir viðburðir, íþróttastarf ásamt samstarfsverkefna.

Samstarf

Tómstundastarf barna og ungmenna: Aðra hvora viku er sameiginleg opnun í félagsmiðstöð og sameiginleg íþróttaæfingar fyrir miðstig og unglingastig Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Dalabyggðar og Reykhólahrepps. Miðað er við að starfið hefjist klukkan 18:00 og ljúki klukkan 20:00. Því er miðað við að aksturinn hefjist klukkan 17:00 frá Reykhólahreppi og komið sé til baka klukkan 21:00. Markmið verkefnisins er að efla tengsl barna í þessum sveitarfélögum og stækka þar með tengslanet þeirra og ýta undir að rækta vinskap barna þvert á sveitarfélags mörk.

Fastir viðburðir

Landsmót Samfés Haldið í byrjun október ár hvert.

Samfestingurinn Haldinn í byrjun maí ár hvert.

Sameiginlegt ungmennaþing Vestfjarða Árlegt ungmennaþing Vestfjarða.

Æskulýðsballið Æskulýðsballið er haldið ár hvert í nóvember í Borgarnesi.

Sam Vest Sam Vest er haldið í janúar/febrúar ár hvert.

Íþróttastarf

Íþróttastarf er unnið í samvinnu við ungmennafélagið Aftureldingu. Boðið er upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir börn á öllum aldri sem tekur mið að áhugasviði barna.

Lýðræði

Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar og íþróttaæfingar er sniðin að óskum barna og sjá áhugasöm börn og ungmenni um skipulag og utanumhald. Félagsmiðstöðvarráð er skipað þeim börnum sem hafa áhuga á að taka þátt í mótun dagskrár og er ekki kosið í ráðið sérstaklega.

Ungmennaráð Reykhólahrepps er hluti af stjórnsýslu Reykhólahrepps og kjósa ungmenni sér fulltrúa í ungmennaráð á ungmennaþingi annaðhvert ár. Ungmennaráðið fundar reglulega og heldur eitt ungmennaþing á ári. Umræðuefni ungmennaþinga eru skipulögð af ungmennaráðinu.