Skóla og foreldraráð grunn- og leikskóla

Við grunn- og leikskóla skal starfa skóla-/foreldraráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skóla­samfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra. Hér er að finna reglugerð fyrir skólaráð. 

Skóla og foreldraráð Reykhólaskóla er sameiginlegt fyrir leik- og grunnskólastig Reykhólaskóla. Ráðið skal skipa níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Ákveðið var að helmingur ráðsins endurnýist á ári hverju og helmingur sitji áfram með nýjum fulltrúum. 

Skólaráð Reykhólaskóla skólaárið 2023-2024 skipa:

 • Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri
 • Íris Ósk Sigþórsdóttir, fulltrúi leikskólans
 • María Rós Valgeirsdóttir, fulltrúi kennara 
 • Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, fulltrúi starfsmanna 
 • Kjartan Þór Ragnarsson, fulltrúi grenndarsamfélags
 • Ásborg Styrmisdóttir, fulltrúi nemenda
 • Birgitta Rut Brynjólfsdóttir, fulltrúi nemenda
 • Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir, fulltrúi nemenda
 • Agniezka Anna M. Kowalczyk, fulltrúi foreldra grunnskólans
 • Embla Dögg Bachmann, fulltrúi foreldra leikskólans

Til vara:

 • Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, varafulltrúi kennara
 • Sigríður Ísleifsdóttir, varafulltrúi foreldra grunnskólans
 • Hafrós Huld Einarsdóttir, varafulltrúi foreldra leikskólans

Fundargerð skólaráðs 2023-2024