Í dag hófst Lestrarátak í skólanum til að auka lestur og áhuga nemenda á bókum. Kennarar hafa sett áhugaverðar bækur fram. Nú keppumst við að lesa sem mest og hafa gaman af.
Við erum með Lestrar Bingó fyrstu vikuna þar sem nemendur bregða sér í ólík hlutverk og keppast um að fylla Bingóspjaldið. Starfsmenn taka þátt í Bingóinu og búast má við harðri keppni. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt og skella sér í LestrarBingó heima með börnum sínum. Hér kemur Bingóspjaldið sem hægt er að nýta heima 

Njótið