Reykhólaskóli er leiðsagnarnámsskóli og einkennir það allt skólastarfið. Tilgangur leiðsagnarnáms er að valdefla nemendur og hjálpa þeim að vinna að markmiðum sínum.

Í aðalnámskrá segir: Leggja skal áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 2011, 3.1; Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, 3.1.).

Hlutverk foreldra

Talsmáti HrósHeimanám
Við segjum:
Þú getur lært
Legðu þig fram

Við segjum aldrei:
Þú getur þetta ekki
Þú ert ekki nógu klár
Ég er lélegur í þessu,
svo þú ert örugglega lélegur í þessu líka
Þetta er of erfitt
Við hrósum fyrir vinnuframlag, ekki eiginleika. það þýðir að við hrósum nemendum fyrir:
Að leggja sig fram
Að sýna áhuga
Að halda áfram þó verkefnið sé krefjandi

Við hrósum ekki fyrir:
Að vera klár,
Að finnast eitthvað létt (þá er verkefnið ekki við hæfi) 
Foreldrar þurfa ekki að vera sérfræðingar í vinnu barna sinna.

Aðalatriðið er að vera verkstjóri. Halda barninu að vinnu, hvetja það áfram. 
Hvetja barnið til að finna lausn sjálft.
Hrósa barninu fyrir að finna lausn eða sýna frumkvæði.

Það er mikilvægast að við áttum okkur á því að allir geta lært, heilann er hægt að þjálfa. Þetta gildir um bæði börn og fullorðna.