Loading...

Mentor

Matseðill

Skóladagatal
Námsvísir
Farsæld Barna
Karellen
  • Hin árlega fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum fimmtudaginn 4. desember kl. 17:00. Á fullveldishátíðinni verður boðið upp á atriði frá nemendum Reykhólaskóla, kaffihlaðborð, tónlistaratriði og piparkökusamkeppni. Húsið opnar klukkan 16:30 og aðgangseyrir eru kr. 1800 fyrir fullorðna og kr. 800 fyrir börn. Við vonum að sjá ykkur sem flest.

  • Eins og á hverju ári verður jólatré tendrað við hátíðlega athöfn við Barmahlíð. Jólasveinar mæta á staðinn ásamt nemendum grunnskólans til að syngja og dansa með okkur. Barmahlíð býður upp á kakó, piparkökur og mandarínur fyrir alla.

  • Aðalfundur foreldrafélags Reykhólaskóla 2025 var haldinn 20. nóvember síðastliðinn í Reykhólaskóla. Var fundurinn vel sóttur þar farið var yfir reikninga félagsins, skýrslu stjórnar og rætt var um skipulag fyrirhugaðra viðburða foreldrafélagsins á skólaárinu og samstarf heimilis og skóla. Í lok fundar var kosið til stjórnar foreldrafélagsins og ný stjórn skipuð auk varamanna. Aðalmenn í [Meira...]

  • Fyrstu lotu skólastarfsins lauk í seinni hluta október þar sem unnið var markvisst með útinám, samstarf, sköpun og tengsl við nærsamfélagið og sögu þess. Meginþema lotunnar var bókin Virkisvetur (1959) eftir Björn Th. Björnsson sem fjallar um merka atburði í sögu Reykhóla og fyrsta skotbardaga sem sögu fara af hér á landi. Sögusvið bókarinnar [Meira...]

  • Skólaár Reykhólaskóla 2025-2026 hefst með skólasetningu fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16. Skólasetning verður í matsal nemenda. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum á skólasetningu. Nemendur mæta svo í skólann skv. stundarskrá föstudaginn 22. ágúst.