Piparkökuhúsakeppni Reykhólaskóla 2025

4. desember 2025

Nemendur á mið- og elsta stigi í Reykhólaskóla hafa unnið hörðum höndum síðustu daga við að hanna, mæla fyrir, baka og skreyta piparkökuhús fyrir hina árlegu piparkökuhúsakeppni Reykhólaskóla. Nemendur unnu saman í hópum og í keppninni í ár eru sex piparkökuhús. Valin dómnefnd hefur metið húsin í keppninni og úrslit efstu þriggja sæta verða tilkynnt á fullveldishátíðinni í kvöld.