Fullveldishátíð Reykhólaskóla 2025

5. desember 2025

Hin árlega fullveldishátíð Reykhólaskóla var haldin í gær. Húsfyllir var í íþróttasalnum þar sem á annað hundrað gestir mættu og tóku þátt í fögnuðinum með nemendum og starfsfólki skólans. Nemendur leikskóladeildar og grunnskólans buðu gestum upp á fjölda atriða og nemendur tónlistarskólans sýndu listir sínar í söng og tónlistarflutningi. Nemendur elsta stigs léku frumsaminn gamansaman leikþátt sem vakti mikla lukku meðal gesta. Foreldrafélagið hélt utan um veitingar á hátíðinni og buðu upp á fjölbreytt hlaðborð ýmissa góðra rétta. Vel sótt og vel heppnuð hátíð í alla staði og starfsfólk og nemendur Reykhólaskóla þakka gestum kærlega fyrir komuna og foreldrafélaginu fyrir glæsilegar veitingar.