Á fullveldishátíðinni voru úrslit piparkökuhúsasamkeppni Reykhólaskóla kunngerð. Alls voru sex hús í keppninni sem nemendur á mið- og elsta stigi bjuggu til og lögðu til keppninnar. Í dómnefnd keppninnar sátu Óli sveitarstjóri, Rebekka frá Stað og fjöllistakonan Þórdís sem er væntanlegur kennari við skólann eftir áramót. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni um besta piparkökuhús ársins í Reykhólaskóla.
Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut hús sem um segir í umsögn dómnefndar: ,,Hátíðlegt hús þar sem fegurðin býr í smáatriðunum. Klassískt og stílhreint. Mynd af sigurhúsinu má sjá hér til hliðar.

