Skólaakstur Reykhólaskóla

Skólaakstur er skipulagður miðað við þarfir grunnskóladeildar. Heimilt er þó að flytja leikskólabörn með skólabílum ef pláss er í bílnum enda lengist dagleg akstursleið skólabíls ekki eða einungis óverulega. Bílstjórarnir eru Þráinn Hjálmarsson og Vilberg Þráinsson. Vilberg keyrir í Króksfjarðarnes og Þráinn keyrir í Gufudalssveit. Skólabílar koma að skólanum um kl. 08:25 og fara frá skólanum í síðasta lagi um 5 mín eftir að skóla lýkur mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum er boðið upp á hádegismat eftir skóla sem lýkur kl. 12:00 og fara nemendur heim þegar allir hafa borðað.

Ef skólabíll á ekki að sækja nemanda af einhverjum ástæðum eða ef nemandi á að verða eftir á Reykhólum, þá er mjög mikilvægt að foreldrar/forráðamenn láti bílstjóra vita. Mikilvægt er að forráðamenn yngri nemenda á yngsta- og miðstigi hafi samband við skóla og eða bílstjóra ef nemendur eiga að verða eftir eða breyting verður á. Eldri nemendur á elsta stigi geta verið í beinum samskiptum við skólabílstjóra um slík mál. Vinsamlega látið bílstjóra vita tímanlega því oft fer mikill tími í að leita að einstaka nemanda á meðan aðrir bíða.

Þráinn Hjálmarsson s: 434-7774 / 895-7774 – Vilberg Þráinsson s: 434-7772 / 863-2059 sjá um skólaakstur fyrir Reykhólaskóla.

Akstursáætlun Reykhólaskóla 2025-2026

 

Óveðursáætlun

Ef appelsínugul viðvörun er fyrir svæðið þá fellur allt skólahald niður og er það tilkynnt með SMS til foreldra og með tölvupósti á Mentor. Ef gul viðvörun er í gangi þá meta foreldrar hvort börn þeirra komi í skólann. Skólabílstjórar meta einnig eftir aðstæðum hvort fært er að sækja nemendur. Veður getur verið misjafnt eftir stöðum í sveitarfélaginu og ber foreldrum að meta hverju sinni hvort óhætt sé að senda nemendur í skólann. Foreldrar barna í dreifbýli fylla út blað á hverju hausti þar sem kemur fram á hvaða heimili á Reykhólum er aðsetur barnsins ef sú staða kemur upp að skólabílar geti ekki keyrt heim að loknum skóla. Skólabílstjórar hafa samband við skólastjóra um leið og veðurhorfur eru orðnar slæmar. Skólabílstjórar eða skólastjóri hafa samband við foreldra ef þurfa þykir.

 
Ef skólinn er lokaður vegna veðurs er ekki ætlast til að nemendur séu í fjarnámi. Ef að skólinn er opinn en skólabílar komast ekki, þá er ætlast til að nemendur sinni fjarnámi í samráði við kennara þannig að kennsla þeirra falli ekki niður. Nemendur í 5.-10. bekk fara heim með chromebook tölvur ef veðurspá er slæm og verða í fjarnámi. Nemendur verða sendir heim með sérstök heimaverkefni á þeim tíma sem búast má við að færð og veður geti raskað eðlilegu skólastarfi. Kennarar hafa samband við nemendur hverju sinni í gegnum Google og kennsla þann daginn er skipulögð út frá stundatöflu nemenda. Ætlast er til að nemendur mæti í fjarnám samkvæmt stundaskrá og séu í samskiptum við kennara sína um fyrirkomulag dagsins.