Skóla og foreldraráð grunn- og leikskóla
Við grunn- og leikskóla skal starfa skóla-/foreldraráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra. Hér er að finna reglugerð fyrir skólaráð.
Skóla og foreldraráð Reykhólaskóla er sameiginlegt fyrir leik- og grunnskólastig Reykhólaskóla. Ráðið skal skipa níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Ákveðið var að helmingur ráðsins endurnýist á ári hverju og helmingur sitji áfram með nýjum fulltrúum.
Skólaráð Reykhólaskóla skólaárið 2023-2024 skipa:
- Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri
- Íris Ósk Sigþórsdóttir, fulltrúi leikskólans
- María Rós Valgeirsdóttir, fulltrúi kennara
- Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, fulltrúi starfsmanna
- Kjartan Þór Ragnarsson, fulltrúi grenndarsamfélags
- Ásborg Styrmisdóttir, fulltrúi nemenda
- Birgitta Rut Brynjólfsdóttir, fulltrúi nemenda
- Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir, fulltrúi nemenda
- Agniezka Anna M. Kowalczyk, fulltrúi foreldra grunnskólans
- Embla Dögg Bachmann, fulltrúi foreldra leikskólans
Til vara:
- Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, varafulltrúi kennara
- Sigríður Ísleifsdóttir, varafulltrúi foreldra grunnskólans
- Hafrós Huld Einarsdóttir, varafulltrúi foreldra leikskólans