Aðalfundur foreldrafélags Reykhólaskóla 2025 var haldinn 20. nóvember síðastliðinn í Reykhólaskóla. Var fundurinn vel sóttur þar farið var yfir reikninga félagsins, skýrslu stjórnar og rætt var um skipulag fyrirhugaðra viðburða foreldrafélagsins á skólaárinu og samstarf heimilis og skóla. Í lok fundar var kosið til stjórnar foreldrafélagsins og ný stjórn skipuð auk varamanna. Aðalmenn í nýrri stjórn eru Embla Dögg Bachmann, Hafrós Huld Einarsdóttir og Lovísa Ósk Jónsdóttir. Ólafía Guðrún Sigurvinsdóttir og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir voru kjörnar varamenn. Starfsmenn Reykhólaskóla hlakka til samstarfs við foreldrafélagið og nýja stjórn á skólaárinu.
