Fullveldishátíð Reykhólaskóla 4. desember kl. 17:00

27. nóvember 2025

Hin árlega fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum fimmtudaginn 4. desember kl. 17:00. Á fullveldishátíðinni verður boðið upp á atriði frá nemendum Reykhólaskóla, kaffihlaðborð, tónlistaratriði og piparkökusamkeppni. Húsið opnar klukkan 16:30 og aðgangseyrir eru kr. 1800 fyrir fullorðna og kr. 800 fyrir börn. Við vonum að sjá ykkur sem flest.