Gleðileg jól frá Reykhólaskóla!
Kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Reykhólaskóla.
Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við þakka fyrir samstarfið á haustönn. Það hefur verið einstaklega gefandi og skemmtilegt að fylgjast með framförum nemenda okkar og þeirri miklu gleði sem einkennir skólastarfið.