Nemendaverndarráð starfar eftir reglugerð frá menntamálaráðuneytinu. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.
Skipan nemendaverndarráðs; skólastjóri, deildarstjóri og tengiliður farsældar, fulltrúi skólaheilsugæslu, ,Einnig geta fulltrúar frá félagsþjónustu og sérfræðiþjónustu sveitarfélags og barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til.
Nemendaverndarráð fundar mánaðarlega á starfstíma skólans og fundar þegar þurfa þykir og ef a.m.k. tveir fulltrúar í ráðinu óska þess. Fundir ráðsins eru færðir til bókar og er farið með öll mál sem nemendaverndarráð fjallar um sem trúnaðarmál.
Í ráðinu sitja:
Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri.
Hlíf Hrólfsdóttir, félagsmálastjóri.
Kjartan Þór Ragnarsson, deildarstjóri og tengiliður farsældar.
Þórunn Björk Einarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur.