Í Reykhólaskóla er starfsrækt tónlistardeild og býðst nemendum a stunda tónlistarnám gjaldfrjálst. Nemendur geta valið að vera í hálfu eða heilu tónlistarnámi og hafa kost á að stunda námið á skólatíma. Nemendur fara einu sinni til tvisvar á viku úr tíma til tónlistarkennara og stunda sitt nám samhliða öðru námi í grunnskólanum. Tónlistarkennari er í góðu sambandi við foreldra og forráðamenn um námsframvindu nemenda. Nemendur eru hvattir til að koma fram með tónlistaratriði á fullveldishátíð og árshátíð skólans, einnig hvetur kennari nemendur að koma fram þegar tækifæri gefst. Tónlistarkennari stýrir samsöng í Reykhólaskóla fyrir alla nemendur skólans.
Tónlistarnám er samstarf tónlistarkennara, nemenda og foreldra þar sem heimaæfingar eru gífurlega mikilvægar. Nauðsynlegt er að nemendur hafi tækifæri til reglulegra æfinga heima, aðgang að hljóðfæri og aðhald frá foreldrum. Þetta er forsenda þess að tónlistarnámið verði bæði ánægjulegt og farsælt.
Tónlistarkennari skólans er Þorleifur J. Guðjónsson og kennt er á gítar, bassa, ukulele, píanó, söng og trommur.
Netfang: tonlist@reykholaskoli.is