Nemendum Reykhólaskóla býðst að stunda tónlistarnám gjaldfrjálst.
Tónlistarnám er samstarf tónlistarkennar, nemenda og foreldra þar sem heimaæfingar eru gífurlega mikilvægar.
Nauðsynlegt er að nemendur hafi tækifæri til reglulegra æfinga heima, aðgang að hljóðfæri og aðhald frá foreldrum. Þetta er forsenda þess að tónlistarnámið verði bæði ánægjulegt og farsælt.
Tónlistarkennarar skólans eru Þorleifur J. Guðjónsson og Hrefna Jónsdóttir og kennt er á gítar, bassa, ukulele, píanó, söng og trommur.